Fræðsluerindi í Álfheimum 20.október kl;16,30

Í fræðsluerindinu varður farið yfir netnotkun ungra barna og ýmis heilræði gefin um jákvæða og örugga  netnotkun og rafrænt uppeldi.

Fjallað verður um PEGI flokkunarkerfið sem segir til um hvaða aldri innihald leikja hæfir og efnisvísa þeirra; farið verður yfir öryggisstillingar á youtube og google, öryggisforrit og síur (parental control í appstore og playstore), hvað beri að gera ef börnin okkar lenda í ósækilegum samskiptum eða finna óviðeigandi efni á netinu, æskilegan skjátíma, farið verður yfir niðurstöður úr nýjustu SAFT rannsókninni 2013, auk þess sem bent verður á þroskandi leiki og forrit fyrir ung börn.

SAFT = Samfélag – Fjölskylda – og – Tækni