Hér er hægt að nálgast nýjasta fréttabréf Álfheima Aðventan í Álfheimum Aðventan í Álfheimum er ævinlega skemmtilegur tími í leikskólastarfinu. Börnin fyllast tilhlökkun sem gaman er að taka þátt í. Þau byrja að syngja jólalög, segja frá því sem er að gerast heima, hvað þau langar að fá í jólagjöf og svona mætti lengi telja. Leikskólastarfið tekur á sig jólablæ. Börnin útbúa jólagjafir handa foreldrum sem þau ganga frá sjálf með hjálp kennara. Jólasögur eru sagðar, hlustað á og sungin jólalög, í myndmennt er þemað jólin. Í þessu tölublaði Álfheimafrétta eru ýmsir viðburðir tíundaðir sem eru orðnir fastir liðir í leikskólastarfinu. Ýmisslegt fleira verður í boði s.s. skógarferðir foreldra sem Anna Gína auglýsir nánar í næstu viku og kaffihúsastemming verður á deildum í vikunni fyrir jól. Óskum ykkur og okkur öllum gleðilegrar aðventu og hlökkum til samverustunda í desember. 1. Spádómskerti 2. Betlehemskerti 3. Hirðakerti 4. Englakerti Aðventukrans Álfheimafréttir 22.árgangur 12.tbl.des..2010 Efnisyfirlit. Aðventan í Álfheimum Jólatréð sótt 7.desember. Leiksýning 8.desember Rauður dagur 9.desember Kirkjuferð 10.desember Jólaglugginn 13.desember Opið hús 13.desember Jólamatur 16.desember Litlu-jól 29.desember. Fundargerð foreldraráðs 26.nóvember 2010 Frá Foreldraráði. Skipulagsdagur 3.janúar 2011 Aðventan í Álfheimum. 7.desember kl:9,15. munu börn fædd 2005 fara í Garð jólanna(Tryggvagarð) Starfsfólk Umhverfisdeildar tekur á móti börnunum og býður upp á heitt kakó og kremkex. Jólasveinninn mun heiðra samkomuna með nærveru sinni með því að syngja með börnunum og afhenda þeim jólatré úr skóginum sínum. 8.desember kl;14,00
Brúðuleikrit aðventunnar í Álfheimum.
Bernd Ogrodnik frá Brúðuheimum í Borgarnesi kemur hingað í Álfheima með
skemmtilega og fallega jólasögu sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem
flestir ættu að kannast við. Hann nýtur aðstoðar hrífandi leikbrúða sem unnar
eru úr tré, lifandi tónlistar og virkrar þátttöku áhorfenda.
Foreldraráð Álfheima hefur ákveðið að greiða fyrir þessa sýningu og er hún
fyrir öll börn leikskólans.
9.desember, rauður litadagur í Álfheimum—þá klæðumst
við rauðu— syngjum jólasveinalög og hlustum á
jólasveinasögur.
10.desember
er heimsókn í Sefosskirkju kl:11,30. Þangað fara öll börn af Álfa– Óskaog Völusteini. Ninna Sif æskulýðsfulltrúi tekur á móti börnunum ásamt öðru starfsfólki kirkjunnar.
13.desember– Álfheimar 22 ára.
Þá höldum við upp á afmælið með “opnu húsi” frá kl;14,00—16,00 í sal Álfheima. Boðið verður upp á smákökur og drykki fyrir börn og fullorðna. Allir velkomnir.
13.desember kl;13,00
opna börnin á Óskasteini jólaglugga í skóginum sem er liður í Jól í Árborg en fyrirtæki og stofnanir í Árborg telja dagana til jóla með því að opna einn jólaglugga á dag frá 1.desember og munu Bókasafn Árborgar á Selfossi og Héraðsskjalasafn Árnesinga opna fyrsta gluggann 1.desember. Jólagluggi Álfheima verður staðsettur við gangstíginn hjá Grýlupottunum.
16.desember –
jólamatur í Álfheimum að hætti Fríðu og Hrannar í eldhúsinu, namm,namm!
29.desember—litlu jólin
í sal Vallaskóla kl:14,30
Nánar auglýst.
22.árgangur
12.tbl.des..2010
Fundargerð foreldraráðs 26.nóvember 2010
Mættir:Ingibjörg, Margrét Jóna,Ragna, Karólína og Linda Rut.
•
Piparkökumálun gekk mjög vel—góð þátttaka foreldra og barna
•
Innheimta félagsgjalda í foreldrafélaginu rædd.
•
Rætt um jólasýningu frá Brúðuheimum “Pönnukakan hennar Grýlu” Ingibjörgu falið að kanna málið.
•
Jólagluggi í skóginum opnaður 13.desember kl;13,00—liður í Jól í Árborg. Nemendur Óskasteins sjá um að skreyta hann og opna.
•
Anna Gína og börnin í skóginum bjóða foreldrum í skóginn 8.-10.des. Nánar auglýst á hverri deild fyrir sig.
•
Afmæli Álfheima 13.desember—opið hús frá kl:14,00-16,00.
•
Leikskólinn þakkar fyrir höfðinglega gjöf/hljómborð frá Foreldrafélaginu sem afhent var 16.nóvember s.l
•
Litlu jól—29.desember kl;14,30 í sal Vallaskóla. Athuga með
•
foreldrahljómsveitina “pabbabandið”
•
Næsti fundur Foreldraráðs 7.janúar 2011 kl:8,10
Frá Foreldraráði.
Foreldraráð vill þakka þeim sem greitt hafa árgjaldið 1,500,-kr en tæplega
helmingur félagsmanna hafa greitt það. Foreldraráð hefur staðið fyrir einni
leiksýningu ári, séð um útskriftargjafir, tekið þátt í rútukostnaði og nú síðast
gefið leikskólanum hljómborð að gjöf.
Þeir foreldrar sem mögulega sjá sér fært að greiða 1,500,-kr. eru vinslamlega
beðnir um að gera það sem fyrst því það auðveldar gjaldkera að gera
kostnaðaráætlun. Reikningnúmerið er kt;541108-1060 nr:0152-26-8070
Skipulagsdagur 3.janúar 2011.
Álfheimar verða lokaðir vegna skipulagsdags starfsfólks mánudaginn 3.janúar 2011.