Grænfáninn í 4 sinn í Álfheimum

Álfheimar flagga Grænfánanum í 4. sinnNánar

9.6.2010


Leikskólinn Álfheimar á Selfossi er einn af fyrstu leikskólunum á Íslandi sem hefur flaggað Grænfánanum. Hann hefur unnið samkvæmt umhverfisvottunarkerfinu frá árinu 2000 og flaggaði fánanum í fyrsta skipti árið 2002. Starfsfólk og börn héldu vorhátíð skólans í gær, þriðjudaginn 8. júní og af því tilefni var Grænfáninn….

dreginn að húni í 4. skiptið og verður honum flaggað næstu tvö árin.Orri Páll Jóhannsson, verkefnisstjóri Grænfánans afhenti Grænfánann fyrir hönd Landverndar. Orri Páll sagði frá því að nú væru tæplega 170 skólar á öllum skólastigum, vítt og breitt um landið, skóli á grænni grein og ríflega helmingur þeirra hefur hlotið alþjóðlegu viðurkenninguna Grænfánann, fyrir starf sitt að umhverfismálum og umhverfismennt. Sveitarfélagið Árborg óskar öllum börnum og starfsfólki leikskólans til hamingju með fánann og það frábæra starf sem þar er unnið.Katrín Georgsdóttir,