Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra veitti viðurkenningar og leikskólinn Álfheimar fékk viðurkenningu fyrir langt og farsælt starf með verkefnið skólar á grænni grein.
Leikskólinn Álfheimar hefur frá því í júní 2004 flaggað Grænfánanum sem er alþjóðlegt merki um gott umhverfisstarf í skólum og skipar vistvernd í verki stóran sess í starfi skólans. Grænfáninn er afhendur til tveggja ára í senn og fékk leikskólinn hann endurnýjaðan 2006, 2008, 2010, 2014, 2016 og 2018.