Vinnustaðaþema á Völusteini

Foreldraheimsókn í vinnustaðaþema Völusteins.

Fimmtudaginn 12. apríl buðu börnin á Völusteini foreldrum að koma og sjá afrakstur af vinnustaðaþema sem börnin hafa verið að vinna með á vorönn.

Börnin fóru þá í hlutverk sem dyraverðir, bankastarfsmenn, búðarfólk, veitingastaðahaldarar, starfsfólk miðasölu, lögreglumenn og myndatökumenn. Þannig gátu foreldrar komið inn í litla samfélagið okkar og tekið þátt í samfélaginu og fengu gildan gjaldmiðil til að versla og nýta þá þjónustu sem var í boði í samfélaginu. Börnin buðu einnig upp á tónleika þar sem vinnustaðalög voru tekin fyrir undir stjórn Guðnýjar Birgisdóttur og var fögnuður viðstaddra við deginum öllum til merkis um vel unnin störf. Eftir tónleika var gestum boðið uppá kaffi og múffur sem börnin höfðu búið til deginum áður.

Börnin halda áfram við vinnustaðaþemað og nú eru þau í starfskynningum á þeim stöðum sem börnin töldu að myndi enda sem sinn framtíðarvinnustaður. Nú þegar hafa þau sótt Lögregluna, Björgunarsveitina, Brunavarnir Árnessýslu og Ísbúð Huppu heim.

Fimmutdaginn næstkomandi, 26.apríl. Munu börnin síðan halda sína eigin sýningu þar sem þau munu skoða ljósmyndir frá deginum en þau sáu alfarið um alla myndartökuna.