Álfheimar


Skipulagsdagar 2019-2020

Á skipulagsdögum er leikskólinn lokaður. Skipulagsdaga má sjá á skóladagatali.

Fimmtudagurinn 8. ágúst 2019 – Skipulagsdagur

Föstudagurinn 4. október 2019 – Haustþing

Mánudagurinn 4. nóvember 2019 – Skipulagsdagur

Mánudagurinn 3. febrúar 2020 – Skipulagsdagur

Miðvikudagurinn 18. mars 2020 – Skóladagur Árborgar

Miðvikudagurinn 10. júní 2020 – Skipulagsdagur

___________________________________________________________________________________

Leikskólinn Álfheimar var opnaður 13. desember 1988. Leikskólinn stendur á horni Sólvalla og Reynivalla á svokölluðu Eikatúni sem kennt var við Eirík Bjarnason sem bjó á Reynivöllum 9.

Í upphafi var í leikskólanum ein leikskóladeild, skóladagheimilisdeild og fyrstu tvö árin var 1. bekkur grunnskólans í vestur enda hússins. Árið 1944 flytur skóladagheimilið í Vallaskóla og við það verður leikskólinn 3ja deilda þar til í febrúar 2006 þegar 4. deildin bættist við. Deildirnar heita Álfasteinn, Dvergasteinn, Óskasteinn og Völusteinn.

Í Álfheimum er lögð áhersla á samskipti og vellíðan í leik og starfi auk virðingar fyrir náttúrunni.

Einkunnarorð leikskólans eru Virðing – hlýja – traust.

Álfheimar eru Grænfánaskóli og flaggaði fyrsta grænfánanum í júní 2004.

Útivist er stór þáttur í starfi leikskólans en öll börn leikskólans fara i skógarferð einu sinni í viku.

Nánar má lesa um starf leikskólans í Skólanámskrá Álfheima