Á döfinni


17. maí – hvítur dagur

12. júní – starfsdagur – leikskólinn lokaður

21. júní – rugldagur

5. júlí – fyrsti dagur í sumarfríi

8. ágúst – síðasti dagur í sumarfríi

9. ágúst – Leikskólinn opnar aftur eftir sumarfrí

Fréttir

 • Krummaverkefni á Álfasteini

  Frá áramótum hafa börn og starfsfólk á Álfasteini unnið með krummaþema.

  Fimmtudaginn 22. mars héldu þau sýningu á afrakstrinum og buðu foreldrum/forráðamönnum í kaffi. Þau sungu nokkur krummalög og á veggjum mátti sjá ýmis listaverk af Krumma.

  Gaman var að sjá hvað margir sáu sér fært að líta við hjá okkur.

  Hér má sjá nokkrar myndir.

  23.3.2018 | Sjá nánar
 • Krummasýning á Álfasteini

  Undanfarnar vikur hafa börn og starfsfólk á Álfasteini verið að vinna með Krummaþema.

  Þau hafa unnið út frá „könnunaraðferðinni“ í hópastarfinu með börnunum einu sinni í viku.

  Könnunaraðferðin felur í sér að börnin útbúa þekkingarvef með aðstoð kennara síns og fræðst og upplifað ýmislegt um Krumma. Ásamt því að syngja Krummalög í söngstunum og skapa listaverk tengd Krumma í skapandi starfi.

  Af því tilefni er foreldrum á Álfasteini boðið í foreldrakaffi og Krummasýningu á Álfasteini fimmtudaginn 22. mars klukkan 15:00-16:00.

   

  21.3.2018 | Sjá nánar
 • 21.03.2018

  Gulur dagur

 • 19.03.2018

  Leikskólakennaranemar frá Belgíu

 • 2.03.2018

  Álfheimafréttir

 • 28.02.2018

  Skóladagur Árborgar – leikskólinn lokaður

 • 16.02.2018

  Konudagskaffi

 • 2.02.2018

  Dagur leikskólans 2018