Álfheimar


Athugið!      Upplýsingar um Kórónaveiruna Covid-19 á vefsíðu Landlæknis. 

Vegna nauðsynlegra skipulagsbreytinga í leikskólum Árborgar, í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda, mun áætlaður skipulagsdagur 18. mars færast til mánudagsins 16. mars nk.

Því fellur almennt skólastarf niður nk. mánudag. Starfsdagurinn verður nýttur af stjórnendum og starfsfólki til endurskipulagningar starfsins.

 

Leikskólinn verður því lokaður næsta mánudag 16. mars.

_____________________________________________________________________________________________________________

Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7.  febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra veitti viðurkenningar og leikskólinn Álfheimar fékk viðurkenningu fyrir langt og farsælt starf með verkefnið skólar á grænni grein.

Leikskólinn Álfheimar hefur frá því í júní 2004 flaggað Grænfánanum sem er alþjóðlegt merki um gott umhverfisstarf í skólum og skipar vistvernd í verki stóran sess í starfi skólans. Grænfáninn er afhendur til tveggja ára í senn og fékk leikskólinn hann endurnýjaðan 2006, 2008, 2010, 2014, 2016 og 2018.

 

_________________________________________________________________________________________________

Skipulagsdagar 2019-2020

Á skipulagsdögum er leikskólinn lokaður. Skipulagsdaga má sjá á skóladagatali.

Fimmtudagurinn 8. ágúst 2019 – Skipulagsdagur

Föstudagurinn 4. október 2019 – Haustþing

Mánudagurinn 4. nóvember 2019 – Skipulagsdagur

Mánudagurinn 3. febrúar 2020 – Skipulagsdagur

Miðvikudagurinn 18. mars 2020 – Skóladagur Árborgar

Miðvikudagurinn 10. júní 2020 – Skipulagsdagur

___________________________________________________________________________________

Leikskólinn Álfheimar var opnaður 13. desember 1988. Leikskólinn stendur á horni Sólvalla og Reynivalla á svokölluðu Eikatúni sem kennt var við Eirík Bjarnason sem bjó á Reynivöllum 9.

Í upphafi var í leikskólanum ein leikskóladeild, skóladagheimilisdeild og fyrstu tvö árin var 1. bekkur grunnskólans í vestur enda hússins. Árið 1944 flytur skóladagheimilið í Vallaskóla og við það verður leikskólinn 3ja deilda þar til í febrúar 2006 þegar 4. deildin bættist við. Deildirnar heita Álfasteinn, Dvergasteinn, Óskasteinn og Völusteinn.

Í Álfheimum er lögð áhersla á samskipti og vellíðan í leik og starfi auk virðingar fyrir náttúrunni.

Einkunnarorð leikskólans eru Virðing – hlýja – traust.

Álfheimar eru Grænfánaskóli og flaggaði fyrsta grænfánanum í júní 2004.

Útivist er stór þáttur í starfi leikskólans en öll börn leikskólans fara i skógarferð einu sinni í viku.

Nánar má lesa um starf leikskólans í Skólanámskrá Álfheima