leikskoli

Sólarvörn í sumar

  Við bendum á að nú er sumarið alveg að koma og sól skín í heiði. Það er MJÖG mikilvægt að bera sólarvörn á öll börn til að varna því að þau brenni í sólinni. Gott er að bera sólavörnina á handleggi, háls og andlit áður en komið er með börnin í leikskólann.  Ef þið viljið …

Sólarvörn í sumar Lesa Meira>>

Bíllausir dagar 9. og 29.maí.

Þessa daga höfum við ákveðið að gera að bíllausum dögum í Álfheimum og er það einn þáttur í vistvænum lífsstíl sem fylgir því að flagga grænum fána. Til þess er mælst að þeir sem geta komi gangandi og/eða hjólandi í leikskólann.

Mikilvægar dagsetningar í Álfheimum

Muna í maí—júní—júlí:   8.maí Útskriftarferð 9. maí hjóladagur—bíllaus dagur 18. maí Vor í Árborg 24. maí Útskrift 29. maí hjóladagur—bíllaus dagur 8. júní Vorhátíð—nýr grænfáni—grænn dagur   Sumarleyfi frá og með 3.júlí til og með 3.ágúst. Starfsdagur 7. ágúst Börnin mæta 8.ágúst.

Hjóladagur í Álfheimum miðvikudaginn 9. maí

 Bíllaus dagur.   Starfsfólk leikskólans tekur þátt í átakinu “hjólað í vinnuna” sem Íþróttasamband Íslands stendur fyrir dagana 9. – 29.maí 2012.   Í tilefni þess verður hjóladagur í Álfheimum 9. maí. Þá mega börnin koma með hjólin sín í leikskólann og hjólað verður á bílaplaninu fyrir framan leikskólann.    Jafnframt er óskað eftir því …

Hjóladagur í Álfheimum miðvikudaginn 9. maí Lesa Meira>>

Álfheimar fékk úthlutað styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins: Kortlagning grenndarskóga.

Sprotasjóður   Grenndarskógur Álfheima og Vallaskóla.   Markmið  Frá árinu 2001 hefur leikskólinn Álfheimar á Selfossi farið í skógarferðir. Í framhaldi af því fékk leikskólinn Kristínu Norðdahl til þess að koma á fót þróunarverkefni  sem stuðlaði að skipulögðum ferðum með börn út í náttúruna. Þróunarverkefni stóð frá árinu 2002 – 2004. Æ síðan hefur hvert …

Álfheimar fékk úthlutað styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins: Kortlagning grenndarskóga. Lesa Meira>>

Grænn apríl 2012

Sá mánuður var meðal annars valinn vegna þess að Dagur jarðar er haldinn hátíðlegur víða um heim 22. apríl og hinn íslenski Dagur umhverfisins er 25. apríl.  Jafnframt er apríl sá mánuður þar sem landið er að byrja að vakna af vetrardvala og því tilvalið að takast á hendur verkefni sem snúa að umhverfinu.