Álfheimar

Maxímús kætist í kór.

  Þann 23. Apríl kl. 11.15 er börnum sem fædd eru árin  2008 og 2009  boðið að koma í Íþróttahús Vallaskóla og hlusta á tónsöguna Maxímús Músíkús kætist í kór. Það er Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt músinni skemmtilegu Maxímús Músíkús og sögumanni sem flytja. Það er Menningarráð Suðurlands sem stendur fyrir þessum viðburði og kunnum við …

Maxímús kætist í kór. Lesa Meira>>

Mottumars í Álfheimum 14.mars 2014

Í leikskólann Álfheima á Selfossi mættu  þessir herramenn í morgun til þess að taka þátt í mottudeginum 14.mars. Nemendur og starfsfók tóku vel á móti þeim og einum nemendanum varð að orði við þann dökkklædda í miðjunni: “þú ert eins og ráðherra”. Með góðum kveðjum úr Álfheimum

Jólaglugginn opnaður í Álfheimum þann 13. desember

13. desember kl. 10,30 opna nemendur Álfheima jólaglugga sem er liður í “Jól í Árborg” þar sem fyrirtæki og stofnanir í Árborg telja dagana til jóla með því að opna einn jólaglugga á dag frá 1. desember. Jólagluggi Álfheima verður staðsettur á hliðinu á leikvellinum sem er á horni Reynivalla og Engjavegs

Rauður dagur

12.desember er rauður dagur í Álfheimum. Þá klæðumst við rauðum fatnaði, syngjum jólasveinalög og hlustum á jólasveinasögur.  

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun 16. nóvember komu nokkrir nemendur úr 6. bekk Vallaskóla og lásu fyrir börnin í Álfheimum.  Síðan var sameiginleg söngstund í salnum. Góða helgi.  

Eyþór Ingi

Starfsmenn og börn skemmtu sér vel þegar Eyþór Ingi kom í heimsókn og söng nokkur lög með okkur Hér má sjá mynd með starfsmönnum og Eyþóri og HÉR getið þið nálgast myndskeið frá gleði barnanna 🙂

Sýning í sal Álfheima

Sýning  á verkefnum nemenda í Álfheimum og Vallaskóla sem þau unnu í tengslum við þróunarverkefnið Gullin í grenndinni stendur yfir í sal Álfheima.        Sýningin verður til 7.júní          Allir velkomnir